Framleiðslan

Sótt hefur verið um heimild til að vinna allt að 120.000 m3 á ári. Efnistaka verður á skilgreindum svæðum sem þekja einungis um 18% af heildarkalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi til að tryggja sjálfbærni auðlindarinnar til framtíðar. Efnistakan verður framkvæmd með dæluskipi líkt og í Arnarfirði á vegum Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Efninu verður dælt í setlón á fyrirhuguðu starfssvæði á Langeyri og síðan unnið í verksmiðjunni.

Sótt hefur verið um heimild til að vinna allt að 120.000 m3 á ári. Efnistaka verður á skilgreindum svæðum sem þekja einungis um 18% af heildarkalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi til að tryggja sjálfbærni auðlindarinnar til framtíðar. Efnistakan verður framkvæmd með dæluskipi líkt og í Arnarfirði á vegum Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Efninu verður dælt í setlón á fyrirhuguðu starfssvæði á Langeyri og síðan unnið í verksmiðjunni.

Umhverfi

Gert er ráð fyrir samskonar mengunarvarnabúnaði fyrir verksmiðju Djúpkalks og er í verksmiðjunni á Bíldudal sem uppfærður hefur verið reglulega samfara bættri tækniþróun. Við breytingar og tækjaskipti sem fram fóru árið 2017 hefur náðst verulegur jákvæður árangur við að binda ryk frá verksmiðjunni og hafa síðan þá engar kvartanir borist frá íbúum á staðnum. Hjá Djúpkalki verður afsog frá rykuppsprettu í þurrkara og myllu ásamt öðrum hreinsibúnaði í samræmi við ítrustu kröfur í starfsleyfi og viðmiðunarmörk í lögum og reglum. Verksmiðja Djúpkalks verður fjarri sjálfri íbúabyggðinni, ólíkt því sem er á Bíldudal, og má því vænta mun minni áhrifa frá starfseminni fyrir íbúa. Þess verður einnig gætt eins og hægt er að ekki berist óeðlilega mikið set til sjávar frá hráefnislóni. Samráð verður haft við Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit Vestfjarða um útfærslu á mengunarvarnarbúnaði verksmiðju. Vöktun á setmyndun við Bíldudalshöfn hefur farið fram vegna starfsemi verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins í samræmi við ákvæði starfsleyfis.