Fyrirtækið

Hlutverk Djúpkalks verður að sækja og vinna kalkþörungaset úr Ísafjarðardjúpi og þurrka í mjöl og aðrar afurðir í um 4000 fm2 verksmiðju í Súðavík og flytja til markaða á meginlandi Evrópu og í Miðausturlöndum. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 120 þúsund tonn á ári.

Móðurfélagið

Celtic Sea Minerals / Marigot Ltd. hefur heimilisfesti á Cork á Írlandi. Fyrirtækið hefur frá árinu 1991 sérhæft sig í þróun, framleiðslu og markaðssetningu á náttúrulegu lífrænu dýrafóðri, fæðubótarefnum, gróðuráburði og hráefni til vatnshreinsunar og matvælaiðnaðar úr kalkþörungum úr hafinu við strendur Írlands. Félagið annast markaðssetningu og sölu afurða Kalkþörungafélagsins og svo verður einnig um afurðir Djúpkalks.

Framkvæmdir og ársstörf

Þess er vænst að unnt verði að hefja framkvæmdir við byggingu verksmiðju Djúpkalks á landfyllungu við Langeyri á Súðavík árið 2019 og að verksmiðjan taki til starfa síðla árs 2020. Áætlað er að í fyrstu muni verksmiðjan skapa 12 heilsársstörf en að þau verði um 25 þegar hún hefur náð fullum afköstum. Raforkuþörf verksmiðjunnar undir fullum afköstum verður um 12 megawött.