Til baka
May 3, 2018

Hugmyndin kynnt íbúum

Frummatsskýrsla að kalkþörungaverksmiðju á Súðavík var kynnt íbúum Súðavíkurhrepps á fundi í október á síðasta ári. Að fengnum fjölda ábendinga umsagnar- og hagsmunaaðila hefur verið unnið að frekari þróun verkefnisins fyrir næstu útgáfu skýrslunnar sem kynnt verður fljótlega.

 

Á íbúafundinum í október kom m.a. fram af hálfu fulltrúa sveitarfélagsins að vonir væru bundnar við að af verkefninu yrði í Súðavík og innan ekki mjög langs tíma. Yfirumsjón með gerð frummatsskýrslunnar er á höndum sérfræðinga hjá KPMG. Fjölmargir aðilar koma að gerð vinnunnar eins og hægt er að kynna sér í 1. útgáfu skýrslunnar sem nú er í áframhaldandi vinnslu. LESA 1. útgáfu.

 

Mikilvæg úrlausnarverkefni

Unnið er að ýmsum öðrum undirbúningi verkefnisins og eru eftirtalin vafaatriði ein þau brýnustu sem vinna þarf að til að vinna að frekari framgangi verkefnisins:

1.     Raforkuþörf og raforkuöryggi afhendingar til Súðavíkur

2.     Ákvörðun um nákvæma staðsetningu verksmiðjunnar

3.     Hafnargerð

4.     Ákvörðun um efnisnámu til hafnargerðar

 

Fjögurra ára undirbúningur

Marigot hefur unnið að verkefninu um vinnslu kalkþörunga úr Ísafjarðardjúpi um rúmlega fjögurra ára skeið, eða frá því að fyrirtækið lagði fram viljayfirlýsingu þess efnis hjá sveitarfélaginu í nóvember 2014. Sjá nánar. Að mati Marigot hentar Súðavík mjög vel vegna nálægðar við hráefnissvæði í Djúpinu og ekki síður vegna þess góða rýmis sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða til frekari atvinnu- og innviðauppbyggingar.

 

Hagræn áhrif

Í skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarfélagið um hagrænan ávinning af kalkþörungaverksmiðju á Súðavík, segir m.a. að sköpun hátt í þrjátíu starfa undir fullum afköstum verksmiðjunnar geti leitt til þess að nálega 90 manns muni að einhverju leyti hafa lífsviðurværi sitt af starfseminni. 

 

„Þá áætlar KPMG að árlegar greiðslur til ríkissjóðs geti numið um 65 milljónum króna og að sveitarfélögin muni hafa um 89 milljónir króna í tekjur þegar útflutningur er í hámarki og flest bein störf orðin til. Jafnframt gerir KPMG ráð fyrir að á sama tíma verði greiðslur til Súðavíkurhrepps vegna hafnargjalda og annarra gjalda um 56 milljónir króna á ári.,“ segir m.a. í skýrslunni sem kynnt var íbúum á fundi á síðasta ári.

 

Styrkir innviðina

Í skýrslu, sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vann fyrir sveitarfélagið á sínum tíma vegna verkefnisins segir m.a. að á grundvelli útreikninga sem gerðir hafi verið sé ljóst að sveitarfélagið geti lagt talsvert á sig til þess að láta verkefnið verða að veruleika. Fjárfestingar í hafnarmannvirkjum og iðnaðarlóðum sé til að mynda hægt að skoða fyrir alvöru. Hins vegar sé meginforsendan fyrir kalkþörungaverkefni í Súðavík sú að hægt verði að afhenda næga raforku til verkefnisins. „Það er eðlilegt að horft sé til arðsemissjónarmiða í þeim fjárfestingum. Það er hins vegar óeðlilegt að ætlast til þess að þetta eina verkefni beri þann kostnað sem styrkir raforkuinnviði og afhendingargetu til Súðavíkur, sérstaklega þegar fyrir liggur að nauðsynlegt er hvort sem er að ráðast í endurbætur og lagfæringar sem laðað geta til Súðavíkur önnur orkukræf verkefni.“

Viljayfirlýsing um kaup á raforku

Marigot, móðurfélag Djúpkalks, hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta mega­vött­um af raf­orku í tengsl­um við fyr­ir­hugaða kalkþör­unga­verk­smiðju Marigot í Súðavík.

LESA MEIRA

Hugmyndin kynnt íbúum

Frummatsskýrsla að kalkþörungaverksmiðju á Súðavík var kynnt íbúum Súðavíkurhrepps á fundi í október á síðasta ári. Að fengnum fjölda ábendinga umsagnar- og hagsmunaaðila hefur verið unnið að frekari þróun verkefnisins fyrir næstu útgáfu skýrslunnar sem kynnt verður innan tíðar.

LESA MEIRA

Halldór Halldórsson fer fyrir Íslenska kalkþörungafélaginu á Íslandi

Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðinn forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., sem er í eigu írska félagsins Marigot. Íslenska kalkþörungafélagið rekur kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, Ískalk, og hyggur einnig á fjárfestingu í sambærilegri verksmiðju í Súðavík, Djúpkalki, auk Deltagen; verksmiðju í Stykkishólmi sem vinna mun afurðir úr þangi og þara úr Breiðafirði.

LESA MEIRA