Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps skrifaði áhugaverða grein á Vísi.is 13. mars þar sem hann fjallar um uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni og þá sérstaklega þau áform sveitarfélagsins að reisa kalkþörungaverksmiðju í Álftafirði í samstarfi við fyrirtækið Marigot Group, móðurfélag Celtic Sea sem á Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal. Rekja má undirbúning verkefnisins allt aftur til ársins 2014 þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu þann 21. nóvember það ár. Bragi segir:
„Vinna viðundirbúning var hafin talsvert fyrr. Áformað var samkvæmt yfirlýsingunni að hefja rekstur árið 2018. Fyrirtækið á og rekur verksmiðju á Bíldudal. Þrátt fyrir skiptar skoðanir um ágæti „stóriðju“ á Vestfjörðum virðist hafa ríkt nokkuð góð og almenn sátt um rekstur slíkrar iðju. Greinin er háð raforku og aðgengi að botnlægum kalkþörungi sem breytt er í hráefni eða fullunnið sem bætiefni og tillag í framleiðslu á matvælum. Hér voru og eru flestir jákvæðir í garð slíkrar nýungar í atvinnulíf sem er fábreytt hér að mestu. Verksmiðja myndi veita hér um 30 störf, plús mínus eftir því hversu mikið yrði keyrt í rekstri. Orkunotkun um 8MW og allur rekstur og umsvif myndu bæta hér atvinnulíf til muna og færa líf í þorpið við Álftafjörð,“ segir Bragi Þór og getur þess að fátt hafi gerst síðan þá.
„Á höfuðborgarsvæðinu er Skipulagsstofnun. Þar á bæ líður tíminn raunar á öðrumhraða en í samfélaginu hérna úti. Við sem héldum að hraðinn og þar með tíminn væri afstæður í Súðavík fáum heldur betur fyrir peninginn þegar erindi eru send skipulagsyfirvöldum. Umhverfisstofnun virðist hafa þar tangarhald á öllu og allt stendur fast og mætti ætla að þar væri stjórnsýslan á pari við það sem finna má í sögum um ævintýri Ástríks í sögum frönsku teiknara og myndasöguhöfunda. Sum okkar muna þar hvernig rómverska stjórnsýslan lék söguhetjurnar,“ segir Bragi Þór, m.a. í áhugaverðri grein sinni um gangverk stjórnsýslunnar, en lesa má greinina í heild með því að smella HÉR.
Morgunblaðið ræddi einnig við Braga Þór af þessu tilefni fimmtudaginn 26. mars eins og lesa má í blaðinu.
Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps skrifaði áhugaverða grein á Vísi.is 13. mars þar sem hann fjallar um uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni og þá sérstaklega þau áform sveitarfélagsins að reisa kalkþörungaverksmiðju í Álftafirði sem hafist var handa við undirbúning á 2014 og raunar fyrr enda þótt lítið sem ekkert hafi gerst síðan þá þótt miklum fjármunum hafi verið varið til verkefnisins. Allt strandi á stjórnsýslustofnunum.
Í frétt Bæjarins besta þann 17. mars, segir að sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hafi lagt á það ríka áherslu á fundi sínum föstudaginn 13. mars að stjórnvöld hraði því að afgreiða skipulagsmál og leyfavinnu vegna kalkþörungaverksmiðjunnar í Álftafirði.
Í drögum að samgönguáætlun til 2024 er m.a. gert ráð fyrir að verja 273 milljónum króna til gerðar 80 metra langs stálþils vegna nýs viðlegukants á iðnaðarsvæðinu við Langeyri í Súðavík sem ljúka á 2022.