Til baka
December 21, 2018

Kalkþörungaverksmiðja mun treysta stoðir sveitarfélagsins

Í viðtali við Morgunblaðið 13. nóvember kom fram í máli Péturs G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, að fyrirhuguð verksmiðja Kalkþörungafélagsins muni breyta atvinnuháttum á svæðinu. Pétur segir verkefnið stórt og að það muni hafa í för með sér ákveðna breytingu á atvinnuháttum í sveitarfélaginu, en jafnframt treysta stoðir þess.

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við gerð hafn­arkants,land­fyll­ingar og grjótvarn­argarðs til að gera svæðið tilbúið fyrir byggingafræmdir við kalkþör­unga­verk­smiðju á iðnaðarsvæðinu og er kostnaðurinn áætlaður um 500 mkr. að því er fram kemur í Morgunblaðinu 13. nóvember. Jafnframt segir að sveitarstjórnin áætli að 280 millj­ón­ir fari í hafn­arkant sem verði styrk­ur af hálfu rík­is­ins og það sem út af standi, um 250-300 mkr. komi í hlut sveit­ar­fé­lags­ins að fjármagna. Á bæjarvef BB.is 20. desember segir að gert sé ráð fyrir að sveitarfélagið fjármagni þær framkvæmdir með lántöku sem verði endurgreitt með hafnargjöldum sem Kalkþörungafélagið [þ.e. Djúpkalk] muni greiða. Að frátöldum kostnaði hreppsins vegna verkefna sem tengjast Djúpkalki ráðgerir sveitarfélagið að verja um 21 milljón króna á árinu 2019 við ýmis viðhaldsverkefni í hreppnum.

Um uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni

Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps skrifaði áhugaverða grein á Vísi.is 13. mars þar sem hann fjallar um uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni og þá sérstaklega þau áform sveitarfélagsins að reisa kalkþörungaverksmiðju í Álftafirði sem hafist var handa við undirbúning á 2014 og raunar fyrr enda þótt lítið sem ekkert hafi gerst síðan þá þótt miklum fjármunum hafi verið varið til verkefnisins. Allt strandi á stjórnsýslustofnunum.

LESA MEIRA

Sveitarstjórn vill hraða leyfisveitingum fyrir Djúpkalk

Í frétt Bæjarins besta þann 17. mars, segir að sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hafi lagt á það ríka áherslu á fundi sínum föstudaginn 13. mars að stjórnvöld hraði því að afgreiða skipulagsmál og leyfavinnu vegna kalkþörungaverksmiðjunnar í Álftafirði.

LESA MEIRA

Gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum við gerð viðlegukants á Langeyri

Í drögum að samgönguáætlun til 2024 er m.a. gert ráð fyrir að verja 273 milljónum króna til gerðar 80 metra langs stálþils vegna nýs viðlegukants á iðnaðarsvæðinu við Langeyri í Súðavík sem ljúka á 2022.

LESA MEIRA