Til baka
April 25, 2018

Viljayfirlýsing um kaup á raforku

Marigot, móðurfélag Djúpkalks, undirritaði í janúar viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta mega­vött­um af raf­orku af Vesturverki í tengsl­um við fyr­ir­hugaða kalkþör­unga­verk­smiðju Marigot í Súðavík. Yfirlýsingin er háð því skilyrði að af Hvalárvirkjun verði. Bú­ist er við að Djúpkalk skapi hátt í 30 störf þegar fullum afköstum hefur verið náð. 

Marigot á Írlandi er eig­andi Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins á Bíldu­dal við Arn­ar­fjörð. Fyr­ir­tækið ráðger­ir að reisa verk­smiðju í Súðavík sem vinna mun kalkþör­unga úr Ísa­fjarðar­djúpi og er áætlað að gang­setja verk­smiðjuna árið 2020.

Þarf 8 megavött

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in lýt­ur að því að fyr­ir­tækið kaupi raf­orku til verk­smiðjunn­ar af Vest­ur­verki í fram­haldi af mögu­legri upp­bygg­ingu Hvalár­virkj­un­ar í Ófeigs­firði á Strönd­um. Þegar verk­smiðjan hef­ur náð full­um af­köst­um verður aflþörf henn­ar átta mega­vött.

Háð skilyrðum

Í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni kem­ur fram að end­an­legt samn­ings­verð muni m.a. ákv­arðast af kostnaðar­verði fram­leiddr­ar orku í Hvalár­virkj­un og verður það í sam­hengi við markaðsaðstæður á þeim tíma sem verk­smiðjan tek­ur til starfa, að því gefnu að upp­bygg­ing Hvalár­virkj­un­ar verði tryggð. Gild­is­tími samn­ings verður 10 ár frá gang­setn­ingu verk­smiðjunn­ar.

Viljayfirlýsing um kaup á raforku

Marigot, móðurfélag Djúpkalks, hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta mega­vött­um af raf­orku í tengsl­um við fyr­ir­hugaða kalkþör­unga­verk­smiðju Marigot í Súðavík.

LESA MEIRA

Hugmyndin kynnt íbúum

Frummatsskýrsla að kalkþörungaverksmiðju á Súðavík var kynnt íbúum Súðavíkurhrepps á fundi í október á síðasta ári. Að fengnum fjölda ábendinga umsagnar- og hagsmunaaðila hefur verið unnið að frekari þróun verkefnisins fyrir næstu útgáfu skýrslunnar sem kynnt verður innan tíðar.

LESA MEIRA

Halldór Halldórsson fer fyrir Íslenska kalkþörungafélaginu á Íslandi

Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðinn forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., sem er í eigu írska félagsins Marigot. Íslenska kalkþörungafélagið rekur kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, Ískalk, og hyggur einnig á fjárfestingu í sambærilegri verksmiðju í Súðavík, Djúpkalki, auk Deltagen; verksmiðju í Stykkishólmi sem vinna mun afurðir úr þangi og þara úr Breiðafirði.

LESA MEIRA